Sendó ehf er stofnað af eigendum fyrirtækisins Erni Steinar Arnarsyni og Lindu Dröfn Jónsdóttur í ágúst 2006. Fyrirtækið byggir á áratugareynslu Arnar í flutningabransanum, en hann hefur starfað við hann síðan árið 1991.
Þetta byrjaði allt með einum sendibíl sem að vatt fljótt upp á sig og rekur fyrirtækið í dag um 8 bíla auk annara tækja.
Markmið
Markmið Sendó er að bjóða alhliða flutningaþjónustu jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki þar sem persónuleg góð þjónusta og áreiðanleiki er í fyrirrúmi. Við erum með allar stærðir af bílum, kranabíl, malartrailer, búslóðalyftu og fleira og er ekkert of stórt eða lítið fyrir okkur.
Þjónusta
Við flytjum fyrirtæki – allt frá smápökkum upp í dreifingu á vörum – eða heildarflutningslausnir á fyrirtækjum (ásamt pökkun), búslóðir, píanó/flygla (höfum sérhæfðan búnað til þess), peningaskápa,báta, þungavinnuvélar og fleira.
Við getum boðið þér uppá heildarlausnir í flutningi, pakkað og flutt.
Hægt er að óska eftir því að fá okkur á staðinn og meta tíma og kostnað við fyrirhugaðan flutning.